top of page

Myndband lok september 2025

Hvað er að gerast?

Ísafjarðarbær er að breyta skipulagi (aðalskipulagi og deiliskipulagi) til að gera það mögulegt að byggja kláf upp á Eyrarfjall, þar meðtalið er bygging,  bílastæði og  aðkomuvegur.  Hluti af svæðinu sem áætlað er að skipuleggja, eru grænmetisgarðar Gróanda, þar sem við höfum verið að rækta grænmeti, kryddjurtir og ber síðustu 10 árin.   Allir skólakrakkarnir í bænum hafa líka verið að læra að rækta mat sem hluti af þeirra menntun í Grunnskólanum á Ísafirði.  Við höfum hugsað vel um þetta landsvæði og það hefur gefið okkur samfélag og hollan mat.

 

Í vetur vorum við hissa á að Ísafjarðarbær hafði ekki samband við Gróanda og að það hafi ekki verið minnst á Gróanda neinstaðar í gögnunum varðandi þessar skipulagsbreytingar.  Skipulagið og hönnun kláfsvæðisins er enn á byrjunarstigi og við viljum gjarnan vinna með Ísafjarðarbæ til að finna lausn sem hlífir ræktunarsvæðum Gróanda.  Fyrir 10 árum síðan bauð Ísafjarðarbær okkur þetta svæði og við erum enn til í að rækta á þessu svæði og hlúa að því. Ræktunarsvæðin gefa okkur náttúrutengingu, aukna heilsu og sjálfbærni. Gróandi er dýrmætur, hluti af því sem gerir Ísafjörð að svona sérstökum stað.

 

Hér er linkur á skipulagið sem Ísafjarðarbær er að auglýsa.

Fullt af fólki sendi inn athugasemdir á þessar skipulagslýsingar!  Við vorum vongóð um að Gróandi yrði með í samtalinu og að tekið yrði tillit til allra þessara fjölmörgu athugasemda, frá bæði íbúum og fólki sem hefur komið og lært um sjálfbærar ræktunaraðferðir í Gróanda.

Núna eru margir mánuðir liðnir, Ísafjarðarbær hefur í gegnum fundargerðir látið í ljós að þau vilja að Eyrarkláfur minnki bílastæðin, vegna áhyggja íbúa.  En þar er ekki minnst á áhyggjur íbúa af Gróanda.  Það er ekki minnst á að það sé þörf á að gera breytingar á skipulagssvæðinu til að ræktunarsvæði Gróanda séu ekki tekin yfir.  Það er nóg pláss á þessu svæði, það er meira en hægt að byggja kláf og bílastæði, án þess að skipuleggja yfir svæðið þar sem Gróandi er að rækta fyrir íbúana. 

 

Forsprakkar Eyrarkláfs láta eins og Gróandi verði fluttur, þótt það hafi verið skýrt frá byrjun að það er ekki hægt.  Við höfum sagt þeim það á kaffifundi, á íbúafundi sem var haldinn af Gróanda í vetur og á íbúafundi sem var haldinn af Eyrarkláf í sumar.  Gróandi verður ekki fluttur eða byggður upp annarsstaðar.  Ef Ísafjarðarbær ákveður að skipuleggja allt svæðið fyrir kláf, þá erum við hætt að rækta fyrir almenning og halda uppi aðstöðu fyrir skólakrakka.  Ef svo er, þá væri frábært að fá að vita það sem fyrst, svo að við sem höldum Gróanda uppi getum endurskipulagt tíma okkar varðandi næsta ár og komandi ár.

Myndband febrúar 2025

bottom of page