top of page
20210728-DJI_0031_edited.jpg
Skærmbillede 2025-03-01 kl. 19.44.28.png

Hvað er að gerast?

Ísafjarðarbær er að breyta skipulagi (aðalskipulagi og deiliskipulagi) til að gera það mögulegt að byggja kláf upp á Eyrarfjall, þar meðtalið er bygging,  bílastæði og  aðkomuvegur.  Hluti af svæðinu sem er áætlað fyrir veg og bílastæði eru grænmetisgarðar Gróanda, þar sem við höfum verið að rækta grænmeti, kryddjurtir og ber síðustu 9 árin.   Frá og með þessu vori munu líka allir krakkarnir í bænum læra að rækta mat sem hluti af þeirra menntun í Grunnskólanum á Ísafirði.  Við höfum hugsað vel um þetta landsvæði og það hefur gefið okkur samfélag og hollan mat.

 

Við erum hissa að Ísafjarðarbær hafði ekki samband við Gróanda og að það sé ekki minnst á Gróanda neinstaðar í gögnunum varðandi þessar skipulagsbreytingar.  Skipulagið og hönnun kláfsvæðisins er enn á byrjunarstigi og við viljum gjarnan vinna með Ísafjarðarbæ til að finna lausn sem hlífir ræktunarsvæðum Gróanda.  Fyrir 9 árum síðan bauð Ísafjarðarbær okkur þetta svæði og núna viljum við ýna að þetta sæði er okkur mikilvægt. Við viljum vera sýnileg og sýna að við erum stolt af Gróanda.  Ræktunarsvæðin gefa okkur náttúrutengingu, aukna heilsu og sjálfbærni. Gróandi er dýrmætur; hluti af því sem gerir Ísafjörð að svona sérstökum stað.

 

Til að sjá meira: horfðu á þetta myndband þar sem Hildur útskýrir aðstæður og hér er linkur á skipulagið sem Ísafjarðarbær er að auglýsa.

kostir3.jpg

Undirskriftarlisti

Þú getur skrifað undir þennan undirskriftarlista til að sýna að þú styður passað sé upp á ræktunarsvæði Gróanda í skipulagsvinnu á Ísafirði.

bottom of page