
Verkfærakista fyrir jákvæðar breytingar
Af hverju Vistrækt?
Vistrækt byggist á að grunngildin, Gætum Jarðar, Gætum fólks og Skiptum rétt, eru höfð í huga við alla ákvarðanatöku. Mörg okkar tengja við þessi gildi og vilja aðlaga sína lifnaðarhætti að þeim. Þar byrjar þetta að verða strembið. Breytingar eru erfiðar og við bökkum oft tilbaka í gamla ávana. Vistræktarhönnun hefur orðið haldreipi í vistrækt, því hún hjálpar okkur að finna hvað er að stoppa okkur og við hönnum okkur í átt að lífstílnum sem við viljum.
Hönnun er einfaldlega: að taka upplýstar ákvarðanir. Vistræktarhönnun er þá: að taka upplýstar ákvarðanir sem falla að grunngildunum Gætum jarðar, Gætum fólks og Skiptum rétt.

Má bjóða þér verkfæri?
Til að gera vistræktarhönnun aðgengilega fyrir öll áhugasöm höfum við safnað 44 verkfærum í handhæga verkfærakistu. Þessi fjölbreyttu verkfæri styðja og leiða þá sem vilja þróa sína hæfni í hönnun og byrja að plana og taka ákvarðanir sem leiða að sjálfbærum lífstíl.
Þessi grunn verkfæri eru öll mjög nytsamleg þegar unnið er að vistræktarhönnun og eru nú aðgengileg öllum frítt í gegnum netið. Við vonum að fólk út um allan heim muni notfæra sér verkfærakistuna. Hægt er að hlaða henni niður, prenta, eða einfaldlega fletta í gegnum tólin á netinu.

Ekki bara á ensku!
Hingað til hafa bókmenntir og kennsluefni innan vistræktar mestmegnis verið á ensku. Við viljum auka aðgengi að vistrækt á fleiri tungumálum, bæði til að styðja fólk á þeirra móðurtungu og til að hvetja til að vistræktarnámskeið verði haldin á m.a. íslensku. Við lögðum því í langa og strembna vegferð við að útbúa lýsingar á öllum þessum 44 verkfærum á 7 tungumálum! Íslensku, Sænsku, Norsku, Eistnesku, Dönsku, Finnsku og Ensku.
Nú þegar verkfærakistan er loksins tilbúin vonum við að þú munir dýfa þér í að skoða þessi verkfæri - vonandi finnur þú tungumálaútgáfu sem hentar þínum þörfum. Hver veit, ef til vill verður verkfærakistan einhverntíman þýtt á enn fleiri tungumál.
Þróun á þessari verkfærakistu var studd af Nordplus og þú finnur verkfærakistuna á NordicPermacultureAcademy.org


